Fyrsta hljómplatan okkar heitir Kólga og hún var að stofni til hljóðrituð í Hljóðfærahúsinu vorið 2017 og kunnum við forsvarsmönnum Hljóðfærahússins okkar bestu þakkir fyrir aðstöðuna.

Platan var fjármögnuð á Karolinafund í mars 2017 og við erum óendanlega þakklát öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum í þessari söfnun; blésu þannig vindi í okkar segl og gerðu þessa útgáfu mögulega. Án Karolinafund hefði þessi hljómplata ekki orðið að veruleika.
Hægt er að hlusta á plötuna á Spotify.
En það eru líka til nokkrar upptökur af okkur á YouTube og sú besta er kannski úr Stúdíó 12 í RUV snemma í mars 2018 í tengslum við Reykjavik Folk Festival. Við vorum að spila á hátíðinni þá um kvöldið og Ólafur Páll á Rás 2 tók við okkur viðtal og við lékum fáein lög. Herlegheitin voru öll tekin upp í hljóði og mynd og þau má sjá hér.
Recent Comments